Stóra upplestrarkeppnin
- Apr 28, 2022
- 1 min read
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkjar í Flóaskóla, Flúðaskóla og Þjórsárskóla fór fram í Þjórsárveri 26. apríl sl. 3 fulltrúar úr hverjum skóla komu fram og lásu texta og tvö ljóð. Öll stóðu sig með stakri prýði en úrslitin voru þau að í fyrsta sæti var Katrín Katla Guðmannsdóttir úr Flúðaskóla, í öðru sæti var Karólína Þórbergsdóttir úr Flóaskóla og í þriðja sæti var Valgeir Örn Ágústsson úr Þjórsárskóla. Vel gert krakkar!
Comments